Ferill 184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 184 . mál.


Nd.

358. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 57/1988.

(Eftir 2. umr. í Nd., 22. des.)



1. gr.

    2. málsl. 42. gr. laganna orðast svo:
    Ákvæði III. og VIII. kafla laganna skulu ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1990. Ákvæði þau um niðurfellingu laga, sem um er getið í 41. gr., koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1990 að því er varðar kostnaðarskiptingu og fjármál skólanna.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.